Óvænt úrslit í Reykjavíkurskákmótinu

08.03.2016 - 23:29
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Reykjavíkurskákmótið hófst í dag í Hörpu þegar fyrsta umferð mótsins fór fram. Bárður Örn Birkisson og Einar Bjarki Valdimarsson stálu senunni í dag. Bárður Örn gerði sér lítið fyrir og gerði jafntefli við goðsögnina Alexander Beljavsky sem teflir nú undir merkjum Slóveníu, en Beljavsky er fjórfaldur skákmeistari Sovétríkjanna.

Einar Bjarki Valdimarsson vann sænska stórmeistarann Nils Grandlius, þrátt fyrir að vera ríflega 600 stigum lægri á skákstigum.   

Iðulega sigruðu þó hinir stigahærri þá stigalægri og unnu t.d. íslensku stórmeistarnir fjórir, Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Henrik Danielsen og Stefán Kristjánsson, allir sínar skákir.

Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, setti mótið og lék fyrsta leikinn fyrir stigahæsta keppendann Shakhriar Mamedyarov. Á morgun eru tefldar tvær umferðir.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður