Óskar Víkingur Norðurlandameistari 11 ára

25.02.2016 - 14:00
Mynd með færslu
 Mynd: Skáksamband Íslands
Norðurlandamótinu í skólaskák lauk í Växjö í Svíþjóð í gær. Óskar Víkingur Davíðsson hampaði þar sigri í flokki 11 ára og yngri.

Almennt gekk íslensku keppendunum vel og fengu 4 af 10 keppendum Íslands verðlaun á mótinu. Auk Óskars fékk Róbert Luu sem fékk silfur í sama flokki og Símon Þórhallsson og Vignir Vatnar Stefánsson sem fengu brons. Símon í flokki 16-17 ára og Vignir í flokki 12-13 ára.

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður