Óskar Bjarni: Spiluðum alvöru vörn

26.02.2016 - 19:47
„Við vorum mjög beittir og náðum góðu forskoti í byrjun. Í fyrsta sinn í vetur þá spiluðum við alvöru vörn. Haukar eru með frábært lið, frábæran þjálfara og ekki veikan blett að finna. Þeir hafa verið betri en við í öllum hinum leikjunum en við vorum betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir sigur liðsins á Haukum í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins.

Óskar var auðvitað í skýjunum með sína leikmenn og einna helst markvörðinn Hlyn Morthens. „Gamli kallinn var orðinn eitthvað þreyttur í byrjun seinni hálfleiks og það komu einhverjir 4-5 boltar sem hann klukkaði ekki. Svo fór díselvélin í gang og hann var frábær.“

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður