Öryggi ferðamanna, flóttafólk og forsetakjör

11.02.2016 - 18:21
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Slys á ferðamönnum undanfarið hafa enn og aftur vakið upp umræður um öryggi á ferðamannastöðum. Tvö banaslys hafa orðið núna á nokkrum vikum - annað í Silfru og hitt í Reynisfjöru. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræddi öryggismál á ferðmannastöðum. Hún ræddi líka skipan Baldurs Guðlaugssonar í hæfisnefnd á vegum atvinnuvega- nýsköpunarráðuneytis.

Helga Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur er nýkomin frá grísku eyjunni Lesbos, þar sem straumur flóttamanna liggur inn til Evrópu. Hún hefur einnig rætt við börn og foreldra sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Kosið verður í embætti forseta Íslands eftir rúmlega 4 mánuði en nú hafa fimm einstaklingar gefið kost á sér. Verða miklu fleiri í framboði? Hverjir gætu það verið? Síðdegisútvarpið spáði í spilin með Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur ritstjóra Stundarinnar og Kolbeini Óttarssyni Proppé blaðamanni.

Ástin og kærleikurinn verða allsráðandi í Hafnarfirði næstu daga, því í dag hefst dagskrá Ástar- og kærleiksdaga í bænum. Kristinn Sæmundsson, í Bæjarbíói veit allt um málið.

Hallgrímur Thorsteinsson fór yfir helstu tækni- og vísindafréttir. 

Mynd með færslu
Guðmundur Pálsson
dagskrárgerðarmaður