Öruggur sigur í lokaleik landsliðsins í tennis

06.03.2016 - 13:37
Mynd með færslu
Rafn Kumar Bonifacius lék vel í fyrsta leik dagsins.  Mynd: Tennis.is
Ísland vann öruggan 3-0 sigur á Albaníu í lokaleik sínum á Davis Cup mótinu í tennis sem fram Eistlandi. Sigurinn í dag þýðir á Ísland hafnaði í 13. sæti í mótinu.

Rafn Kumar Bonifacius og Birkir Gunnarsson unnu nokkuð örugglega sína leiki og í tvíliðaleiknum unnu Birki og Vladmir Ristic andstæðinga sína frá Albaníu.

Kýpur og Eistland sigruðu í mótinu og fara því upp í 2. deild heimsmeistaramótsins á næsta ári.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður