Öruggur sigur hjá Tottenham

16.01.2016 - 14:55
Tottenham’s Tom Carroll, centre, celebrates after scoring a goal, with Tottenham’s Harry Kane, right, and Tottenham’s Erik Lamela, during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Norwich City at White Hart Lane in London,
Leikmenn Tottenham fögnuðu sigri.  Mynd: AP
Tottenham styrkti stöðu sína í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með góðum sigri á Sunderland á heimavelli sínum í dag, 4-1.

Tottenham stýrði leiknum en lenti undir skömmu fyrir hlé þegar Hollendingurinn Patrick van Aanholt kom Sunderland yfir. Strax í næstu sókn jafnaði Daninn Christian Eriksen metin og var staðan í hálfleik 1-1.

Í síðari hálfleik skipti Tottenham um gír og skoraði þrjú mörk. Eriksen bætti við öðrum marki sínu en einnig skoruðu þeir Moussa Dembé­lé og Harry Kane. Tottenham er með 39 stig í 4. sæti deildarinnar og er aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Arsenal og Leicester.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður