Öruggur sigur Framkvenna á Akureyri

20.10.2013 - 17:03
Mynd með færslu
Fram burstaði KA/Þór 36-21 á Akureyri í dag í síðasta leik sjöttu umferðar úrvalsdeildar kvenna í handknattleik.

Framkonur voru níu mörkum yfir í hálfleik 17-8 og bættu enn við forskot sitt í hálfleik og lönduðu að lokum öruggum fimmtán marka sigri. Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði norðankvenna með átta mörk en Sigurbjörg Jóhannsdóttir átti stórleik fyrir Fram og gerði tólf mörk.

Fram hefur átta stig af tólf mögulegum og er í fjórða til fimmta sæti ásamt ÍBV en KA/Þór er eitt sex liða í neðri hluta deildarinnar með fjögur stig.