Öruggur sigur FH manni færri

12.02.2016 - 21:52
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
FH vann öruggan 4-0 sigur á Fjölni í Lengjubikar karla en keppnin hóf göngu sína í kvöld. FH-ingar komust yfir í fyrri hálfleik með marki Kristjáns Flóka Finnbogasonar. Í byrjun seinni hálfleiks misstu FH-ingar mann af velli þegar Emil Stefánsson fékk að líta sitt annað gula spjald. Það kom ekki að sök því Íslandsmeistararnir skoruðu þrjú mörk í kjölfarið.

Sam Hewson, Emil Pálsson og Atli Viðar Björnsson bættu við mörkum fyrir FH-inga í síðari hálfleik og fara Íslandsmeistarnir vel af stað.

Þróttur R og Leiknir mætast í hinum leik kvöldsins í Lengjubikarnum en leikur liðanna hófst kl. 21:00.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður