Öruggur sigur á Tyrkjum

29.02.2016 - 18:50
Mynd með færslu
 Mynd: Íshokkísamband Íslands
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí fer vel af stað á Heimsmeistaramótinu sem fram fer á Jaca á Spáni og vann góðan 7-2 sigur á Tyrkjum í dag. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir skoraði þrjú mörk fyrir íslenska liðið.

Diljá Björgvinsdóttir, Sunna Björnsdóttir, Birna Baldursdóttir og Guðrún Viðarsdóttir skoruðu einnig fyrir íslenska liðið. Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Nýja-Sjálandi á morgun en liðið leikur svo gegn Mexíkó á laugardag og Ástralíu á sunnudag.

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður