Orþódoxar fagna opinberunarhátíðinni

19.01.2016 - 23:43
Einlægur trúarhiti hefur líklega komið í veg fyrir að Moskvubúar sem í dag fengu sér ískalt bað í fimbulgaddi frysu hreinlega í hel.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan fagnar nú opinberunarhátíð Krists en þá er þess meðal annars minnst þegar Jesús var skírður í ánni Jórdan. Hitastigið á baðstöðunum sem settir voru upp í Moskvu í tilefni dagsins var samt töluvert lægra en forðum í landinu helga. Frostið þar mældist tíu gráður í dag. Rússarnir létu kuldann þó ekki á sig fá heldur dýfðu sér samviskusamlega þrisvar sinnum á bólakaf.

Mynd með færslu
Sveinn H. Guðmarsson
Fréttastofa RÚV