Órólegar flettivélar

11.02.2016 - 17:28
Flettivélar og óróar, spiladós sem spilar fingrahreyfingar og teikning tímans eftir dyntum óróans er viðfangsefni listakonunnar Unu Sigtryggsdóttur.

Sýning Unu, Mælingar verður opnuð í galleríinu Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi laugardaginn 13. febrúar.

Una segir heilmikla eðlisfræði liggja að baki skúlptúrunum hennar og að hún hafi þurft að rifja upp lögmál Ohms og fleira sem listamenn hafa kannski á takteinunum öllu jafna.

Mynd með færslu
Dagur Gunnarsson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi