Orð*um blóðsugubanann Buffy

17.02.2017 - 17:54
Buffy the Vampire Slayer. Dark Horse Comics.
 Mynd: Dark Horse Comics  -  darkhorse.com
Laugardaginn 18. febrúar kl. 16:05 er fjallað um ofurhetjuna Buffy Summers sem berst við vampírur og aðrar forynjur, í bókmenntaþættinum Orð*um bækur á Rás 1.

Í ár er aldarfjórðungur síðan Buffy birtist fyrst á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Buffy the Vampire Slayer, en síðan þá hefur verið gerð sjónvarpsþáttaröð um ævintýri Buffy í smábænum Sunnydale (1997-2003), gefinn út tölvuleikur og borðspil, og að auki skrifaður mikill fjöldi skáldsagna og myndasagna.

Joss Whedon er höfundur söguhetjunnar Buffy, en hann hefur notið mikillar hylli í Hollywood sem handritshöfundur og leikstjóri. Whedon hefur vakið sérstaka athygli fyrir kvenhetjur sínar, en í öllum myndum sem hann hefur sjálfur skrifað og leikstýrt eru konur í aðalhlutverki, sterkar, brigðular og flóknar kvenhetjur.

Í Orð*um bækur segir þáttarstjórnandi nánar frá blóðsugubananum Buffy, frá för hetjunnar frá hvíta tjaldinu yfir á sjónvarpsskjáinn og loks yfir á blaðsíður myndasagna.

Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesari með henni er Leifur Hauksson. Tæknimaður er Lydía Grétarsdóttir

Mynd með færslu
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi