Opinber smánun, Bubbi og Hugleikur

17.02.2017 - 18:00
Mynd með færslu
 Mynd: lausnin.is
Opinber smánun eða niðurlæging var áður opinbert refsiúrræði en var að mestu lagt af vegna þess að það þótti of skaðlegt. Í dag er nokkuð algengt að fólk sé smánað, niðurlægt eða því hótað með hjálp nútímatækni í "réttarsölum samfélagsmiðlanna." Hafsteinn Þór Hauksson dósent við lagadeild Háskóla Íslands hélt erindi um efnið á hátíðarmálþingi laganema í vikunni.

 

Bubbi Morthens var föstudagsgesturinn okkar þessa vikuna. Við heimsóttum hann vestur á Granda þar sem hann er að taka upp nýja plötu. Hann segist vera að leita að andardrættinum sínum á þessari plötu.

Hugleikur Dagsson spéfugl og rýnir Síðdegisútvarpsins leit við og fór yfir gláp vikunnar með okkur. Hann glápti á myndina um Lego-Batman og var hrifinn.

Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri frumsýnir Hamlet næsta laugardagsvöld í Hannover í Þýskalandi. Það er búið að nútímavæða þetta mikla leikverk eftir Shakespeare, Shakespeare-djamma það upp og færa spurninguna endalausu: að vera eða ekki vera, inn í nútímann, eins og Þorleifur segir.

Í hádeginu stóð UN Women fyrir dansveislunni Milljarður rís í fimmta skipti, þar sem um þrjú þúsund manns komu saman til þess að dansa gegn ofbeldi. Síðdegisútvarpið var á staðnum og ræddi meðal annarra við Elizu Reed forsetafrú, Ingu Dóru Pétursdóttur framkvæmdastjóra UN Women og aðra dansandi gesti.

Andri Freyr Viðarsson samfélagsrýnir rýndi í samfélagið og tuðaði aðeins fyrir okkur.

 

Mynd með færslu
Guðmundur Pálsson
dagskrárgerðarmaður
Síðdegisútvarpið
Þessi þáttur er í hlaðvarpi