Ongwen ákærður fyrir stríðsglæpi

21.01.2016 - 11:53
epa05115419 Dominic Ongwen of Uganda sits in the courtroom of the International Criminal Court (ICC) during the confirmation of charges in the Hague, the Netherlands 21 January 2016. The former commander in Uganda's Lord's Resistance Army rebel
Dominic Ongwen í réttarsal í Haag í morgun.  Mynd: EPA  -  ANP/REUTERS POOL
Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag birt í morgun ákærur á hendur Dominic Ongwen, einum af helstu foringjum Andspyrnuhers drottins, kristinna vígasveita sem haft hafa sig mikið í frammi í Úganda og grannríkjum undanfarinn aldarfjórðung.

Ongwen er sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Hann er meðal annars sakaður um að hafa hneppt börn í kynlífsánauð og þvingað þau til hermennsku. Sjálfur var Ongwen neyddur í hernað sem barn.

Liðsmenn Andspyrnuhers drottins eru taldir hafa drepið meira en 100.000 manns og rænt allt að 60.000 börnum. Ongwen er talinn hafa verið einn af helstu foringjum samtakanna áður en hann var handtekinn í janúar í fyrra. Joseph Kony, leiðtogi samtakanna, leikur enn lausum hala.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV