Olíuverð hækkaði vegna breytinga á bindiskyldu

29.02.2016 - 19:34
epa01178736 A file photograph date 10 October 2007 showing a burning funnel of the Romanian central oil platform, on the Black Sea, near the shore of Constanta city, 275 Km south-east from Bucharest. Oil prices kept climbing on 21 November 2007, as the
 Mynd: EPA
Heimsmarkaðsverð hráolíu hækkaði í dag eftir að seðlabankinn í Kína tilkynnti að dregið yrði úr bindiskyldu viðskiptabankanna til að örva hagvöxt. Verð á tunnu af bandarískri hráolíu til afhendingar í apríl hafði undir kvöld hækkað um 78 sent og kostaði 33,56 dollara. Tunna af Norðursjávarolíu, sömuleiðis til afhendingar í apríl, hækkaði um 96 sent og kostaði 36,06 dollara.

 

Bindiskylda kínversku bankanna verður lækkuð um hálft prósentustig. Með því móti eykst fé sem þeir geta lánað viðskiptavinum sínum um sem nemur 108 milljörðum dollara. Sérfræðingar búast ekki við því að þessi breyting sé ekki lausn á efnahagsvandamálunum í Kína til langs tíma, en hafi að líkindum þau áhrif að hagvöxtur aukist meira á þessu ári en útlit var fyrir.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV