Olíutekjur Íraka hafa minnkað

11.02.2016 - 13:40
epa05154300 German Chancellor Angela Merkel (R) and Iraqi Prime Minister Haider al-Abadi speak during a press conference at the Chancellery in Berlin, Germany, 11 February 2016. Merkel and al-Abadi met for bilateral talks.  EPA/RAINER JENSEN
Abadi og Merkel á blaðamannafundi í Berlín í dag.  Mynd: EPA  -  DPA
Tekjur af olíusölu Íraka hafa minnkað verulega undanfarin ár og eru ekki nema 15 prósent af því sem þær voru fyrir tveimur árum. Þetta sagði Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, í dag, að loknum fundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín.

Hann sagði stjórnvöld í Bagdad í miklum vanda vegna þessa og hvatti alþjóðasamfélagið til að hjálpa til við að rétta við efnahag landsins.

Abadi hvatti Kúrda í Írak til að leggja á hilluna öll áform um sjálfstæði og sagði Kúrdahéruðin í norðurhluta landsins lítið geta þróast ein síns liðs. Hann sagði að Kúrdistan væri hluti Íraks og kvaðst vonast til að svo yrði áfram.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV