Ólafur með gegn Hvít-Rússum á kostnað Kára

17.01.2016 - 09:13
Mynd með færslu
Ólafur Guðmundsson verður í leikmannahóp Íslands gegn Hvít-Rússum í dag.  Mynd:  -  RÚV
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur ákveðið að gera breytingu á leikmannahóp sínum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi á EM í Póllandi í dag. Rétthenta skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson kemur inn í leikmannahópinn í stað línumannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá HSÍ verður Kári þó áfram með liðinu í Póllandi og hefur Aron möguleika á því að kalla Kára aftur inn í hópinn síðar á mótinu.

Landsleikur Íslands og Hvíta-Rússlands hefst klukkan 15.00 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. EM stofan hefst klukkan 14.30.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður