Ólafía tveimur höggum frá niðurskurðarlínu

19.05.2017 - 10:15
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Elvar Þórólfsson  -  GSÍ
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á öðrum hring Kingsmill meistaramótsins á LPGA mótaröðinni í golfi klukkan 11:20 í dag á íslenskum tíma. Hún lék fyrsta hringinn á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Niðurskurðarlínan miðast við par vallarins svo Ólafía þarf að bæta sig í dag til að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún fékk tvo fugla og fjóra skolla á fyrsta hring í gær. Leikið er í Virginíu í Bandaríkjunum.

Staðan og skor kylfinga.

Þetta er sjöunda mót Ólafíu Þórunnar á LPGA mótaröðinni og hefur hún hingað til komist í gegnum niðurskurð á þremur af fyrstu sex mótunum. Hún hefur þénað 14.672 Bandaríkjadali í verðlaunafé, um eina og hálfa milljón króna.

 

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður