Ólafía Þórunn úr leik í Virginíu

19.05.2017 - 16:22
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Elvar Þórólfsson  -  GSÍ
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Kingsmill mótinu í golfi á LPGA mótaröðinni. Hún náði sér ekki á strik á fyrstu tveimur hringjunum og var talsvert frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía lék annan hringinn í dag á 73 höggum eða tveimur yfir pari og lauk leik alls á 4 höggum yfir pari. Hún var fjórum höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn þegar hún kláraði hringinn en þá miðaðist niðurskurðarlínan við parið samtals á fyrstu tveimur hringjunum.

Ólafía fékk þrjá skolla á fyrri 9 holunum í dag en á seinni 9 holunum fékk hún þrjá fugla og einn tvöfaldan skolla. Hún lagaði stöðuna sína með því að fá fugl á 18. holu en kom í hús í 118. sæti af 144 kylfingum.

Staðan og skor kylfinga

Þetta er sjöunda mót Ólafíu á LPGA mótaröðinni og hefur hún þrisvar komist í gegnum niðurskurð.

 

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður