Ökumaður sendibílsins fallinn

21.08.2017 - 16:17
Mynd með færslu
 Mynd: EPA  -  EFE / MOSSOS D'ESQADRA
Lögregla í Katalóníu skaut í dag til bana Younes Abouyaaqoub, sem hafði verið leitað undanfarna daga. Talið er að hann hafi verið undir stýri þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks í miðborg Barselóna á fimmtudaginn var. Lögregan staðfesti síðdegis að Abouyaaqoub hefði verið felldur skammt frá Subirats, nokkra tugi kílómetra frá borginni.

Abouyaaqoub varð þrettán manns að bana þegar hann ók inn í mannþröngina á Römblunni, vinsælli verslunar- og veitingahúsagötu í Barselóna. Yfir eitt hundrað særðust, margir alvarlega.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV