Ökumaður ákærður fyrir manndráp

19.05.2017 - 08:11
Maðurinn, sem ók í gær á hóp fólks á gangstétt við Times torg á Manhattan, hefur verið ákærður fyrir manndráp. Hann varð átján ára stúlku að bana og slasaði 22 til viðbótar. Hann er jafnframt ákærður fyrir tuttugu tilraunir til manndráps.

Ökumaðurinn heitir Richard Rojas. Hann er 26 ára að aldri, fyrrverandi hermaður. Við yfirheyrslur kvaðst hann hafa heyrt raddir áður en hann ók á fólkið. Einnig sagðist hann hafa gert ráð fyrir að lögreglumenn skytu hann til bana á staðnum. Maðurinn kemur fyrir rétt síðar í dag. Hann hefur tvívegis verið handtekinn fyrir ölvun við akstur.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV