Ógnaði öryggisverði á Landspítalanum með hnífi

12.03.2016 - 12:00
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Karlmaður á þrítugsaldri hafði í hótunum við öryggisvörð á Landspítalanum við Hringbraut í morgun og ógnaði honum með hnífi. Þá skemmdi maðurinn innanstokksmuni. Kallað var á lögreglu laust eftir klukkan átta og var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa. Maðurinn var í annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV