Ofsaveður færist yfir Norðurland í nótt

15.02.2016 - 23:02
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir  -  RÚV
Ofsaveður geisar nú víða á Austurlandi. Vindstyrkur hefur mælst mestur tæpir 38 metrar á sekúndu. Theódór Hermannsson veðurfræðingur segir að veðrið byrji að ganga niður á Austurlandi upp úr miðnætti en færist yfir á Norðurland. Þar verður ekkert ferðaveður.

Að sögn Veðurstofunnar gengur lægð yfir landið næsta sólahring með hvassri suðaustanátt og mikilli rigningu. Í nótt snýst veðrið svo í suðvestan og vestan rok eða ofsaveður norðan og vestanlands með éljum. 

 

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV