Óeirðir í Hong Kong

09.02.2016 - 03:15
Erlent · Asía
Rioters throw bricks at police and lit fires on streets in Mongkok district of Hong Kong, Tuesday, Feb. 9, 2016. Rioters clashed with police overnight and into the early hours of Tuesday in a crowded area of Kowloon. The unrest started when local
 Mynd: AP
Til átaka kom á milli lögreglu og kaupmanna í Mong Kok hverfinu í Hong Kong í kvöld. Lögregla var í hverfinu til þess að loka ólöglegum matsölubásum.

Kaupmenn urðu reiðir þegar matvæla- og hreinlætiseftirlitsmenn reyndu að færa básana í kvöld að íslenskum tíma, en þá var snemma morguns í Hong Kong. Múrsteinum og öðru lauslegu var grýtt að lögreglu sem svaraði með bareflum og piparúða. Breska ríkisútvarpið hefur eftir yfirmanni lögreglu að tveimur viðvörunarskotum hafi verið hleypt af. 44 eru særðir eftir átökin, þar á meðal lögreglumenn.

Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að verslunarmennirnir hafi ekki hlýtt tilmælum um að hafa sig á brott af svæðinu. Þrír voru handteknir fyrir árás á lögreglu og að hindra störf hennar.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV