OECD lækkar hagvaxtarspá ársins

18.02.2016 - 11:24
Mynd með færslu
 Mynd: OECD
Efnahags- og framfarastofnunin OECD gerir ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum verði 3 prósent á þessu ári. Það er 0,3 prósentustigum minna en í spá, sem stofnunin birti í nóvember síðastliðnum.

Í áliti sem OECD birtir í dag segir að útlit sé fyrir talsverðan efnahagslegan óstöðugleika á árinu og ónógar fjárfestingar. Því sé þörf á samstilltu átaki þjóða að draga úr hættunni á samdrætti. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að ástandið sé sérstaklega viðkvæmt í Rússlandi, Tyrklandi og Brasilíu. Í löndum á evrusvæðinu er gert ráð fyrir 1,4 prósenta hagvexti á árinu.

34 þjóðir eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV