Oddný vill verða formaður Samfylkingarinnar

17.03.2016 - 07:40
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Oddný G. Harðardóttir þingmaður ætlar að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður og Helgi Hjörvar þingmaður hafa þegar boðið sig fram til formennsku en Árni Páll Árnason formaður hefur ekki gefið upp afstöðu sína.

Í Fréttablaðinu í dag segir Oddný að það sé alltaf erfitt að fara gegn sitjandi formanni en hún geti bara ekki beðið eftir honum. Oddný varð þingmaður árið 2009 og var fjármálaráðherra 2011 til 2012. Hún varð bæjarstjóri í Garði 2006 en þar er hún uppalin og býr þar enn.

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV