Obama undirritar nýjar refsiaðgerðir

19.02.2016 - 01:11
epa04978881 US President Barack Obama announces the US will extend its military presence in Afghanistan beyond 2016, in the Roosevelt Room of the White House in Washington, DC, USA, 15 October 2015. Obama's announcement is a major policy shift from
Obama hefur lagt nokkra áherslu á umbætur í dóms- og refsikerfi Bandaríkjanna undanfarin misseri. Í gær fékk hann öflugan liðsauka í þeirri baráttu, þegar 130 háttsettir löggæslumenn víðs vegar að innan Bandaríkjanna kröfðust úrbóta á því sviði.  Mynd: EPA  -  CPN POOL
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í kvöld nýjar og auknar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu í kjölfar flugskeytatilraunar þeirra fyrr í þessum mánuði. Refsiaðgerðirnar voru samþykktar með miklum meirihluta á Bandaríkjaþingi.

Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins, BBC, koma aðgerðirnar í veg fyrir að Norður-Kórea fái það fjármagn sem ríkið þarf til þess að þróa smá kjarnavopn og langdræg flugskeyti. Þá er 50 milljónum dala veitt til mannúðarverkefna og  útsendingu útvarpsstöðva til Norður-Kóreu.

Bandaríkin og Kína eiga í viðræðum um frekari refsiaðgerðir á vegum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Að sögn kínverskra stjórnvalda gætu aðgerðirnar lamað hagkerfi Norður-Kóreu.