Óbærilegt í Búlgaríu

27.07.2013 - 17:46
Mynd með færslu
Tæplega þrír fjórðu íbúa Búlgaríu finnst ástandið í landinu vera óbærilegt. Í nýrri könnun sögðu 72% að ástandið væri óþolandi, 22% sögðu það þolanlegt og aðeins 2% töldu eðlilegt ástand ríkja í landinu.

Ástæðan er langvarandi stjórnarkreppa og versnandi efnahagsástand en mikill meirihluti Búlgara segist hafa orðið fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu á síðustu mánuðum og árum. Aðeins 13% landsmanna eru yfir opinberum fátæktarmörkum. Rætt hefur verið um upptöku evru í Búlgaríu en samkvæmt könnuninni eru 67% andvígir inngöngu í evrópska myntsamstarfið. 70% vilja hins vegar vera áfram í Evrópusambandinu.