Nýr togari kominn til Bolungarvíkur

27.01.2016 - 12:21
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Benediktsson
Nýr togari kom til heimahafnar í Bolungarvík í gærkvöld. Útgerðin Jakob Valgeir keypti togarann frá Noregi á 310 milljónir króna. Hann fær nafnið Sirrý ÍS 46. Skipið var smíðað á Spáni árið 1998 og er tæp sjö hundruð tonn, með lestarrými fyrir 330 kör eða 100 tonna afla.

Togarinn mun leysa af hólmi línuskipið Þorlák ÍS sem útgerðin á fyrir. Jakob Valgeir rak áður útgerðarfélagið JV ehf. sem var tekið til gjaldþrotaskipta í september 2012. Þinglýstar kröfur í búið voru ríflega 21 milljarður króna.

Togarinn verður til sýnis á milli 14 og 18 í dag.