Nýi Havel-flugvöllurinn vígður

06.10.2012 - 04:17
Mynd með færslu
Alþjóðaflugvöllurinn í Prag fékk nýtt nafn í gær, Vatslav Havel-flugvöllurinn í Prag, nefndur eftir fyrrverandi forseta Tékklands. Havel hefði orðið 76 ára í gær. Hann var þekkt leik-og ljóðskáld í valdatíð kommúnista, og einn helsti andófsmaður Tékkóslóvakíu, eins og landið hét þá.

Havel varð forseti Tékkóslóvakíu 1989, og síðan Tékklands eftir að Slóvakar ákváðu að stofna sitt eigið ríki 1993.

Havel lét af embætti 2003 og lést í fyrra.