Ný ríkisstjórn kynnt

10.01.2017 - 18:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Það hefur varla farið framhjá mörgum að ný ríkisstjórn kynnti stefnuyfirlýsingu sína í dag. Í henni segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að setja heilbrigðismál í forgang og leggja áherslu á að landsmenn hafi aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu. Þá verði fjölbreytni í atvinnulífinu aukin með fjárfestingu eða annars konar hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, svo sem umhverfisvænni tækniþróun og framleiðslu.

 

Ríkisstjórnin styðji við víðtæka sátt á vinnumarkaði, ábyrgð í ríkisfjármálum og stöðugleika í gengis- og peningamálum. Og auðvitað margt fleira. Við ætlum að ræða aðeins áherslur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar við tvo blaðamenn - þau Fanneyju Birnu Jónsdóttur og Sigurjón M. Egilsson.

Við opnuðum líka símann og spurðum hlustendur hvernig þeim litist á nýja ríkisstjórn.

Svo kíktum við út í heim með Birtu Björnsdóttur fréttamanni á erlendu deild fréttastofunnar. Og töluðum við Regínu Bjarnadóttur sem flutti með 5 manna fjölskyldu til Sierra Leone í Vestur Afríku, þar sem hún starfar fyrir íslenskan velgerðasjóð - Aurora, sem tekur þátt í ýmsum verkefnum í landinu.

Uppistand var líka á dagskrá - við töluðum við tvo upprennandi uppistandara og lærisveina Þorsteins Guðmundssonar, sem hefur undanfarin ár haldið námskeið í listinni að standa upp. María Guðmundsdóttir og Theodór Ingi Ólafsson kíktu í heimsókn.

 

Mynd með færslu
Guðmundur Pálsson
dagskrárgerðarmaður
Síðdegisútvarpið
Þessi þáttur er í hlaðvarpi