Norskur sigur - Ísland verður að ná stigi

19.01.2016 - 19:05
epa05111576 Norway's Sander Sagosen (R) in action against Siarhei Shylovich (L) of Belarus during the 2016 Men's European Championship handball group B match between Belarus and Norway at the Saucer hall sports and entertainment in Katowice,
Norðmaðurinn Sander Sagosen í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í dag.  Mynd: EPA  -  PAP
Norðmenn unnu frækinn sigur á Hvíta-Rússland í lokaumferð B-riðils á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Póllandi, 27-29. Sigurinn þýðir að Ísland verður að ná stigi í leiknum gegn Króatíu til að komast áfram í milliriðil. Tap gegn Króatíu þýðir að þátttöku Íslands í mótinu er lokið en sigur gefur Íslandi fullt hús stiga í milliriðli.

Hvítrússar fóru af stað með miklum látum og náðu snemma leiks fjögurra marka forystu í leiknum í stöðunni 6-2. Norðmenn voru hins vegar ekki af baki dottnir og skoruðu næstu fjögur mörk og jöfnuðu leikinn 6-6.

Hvítrússar með Siarhei Rutenka í broddi fylkingar héldu hins vegar frumkvæðinu og leiddu í hálfleik með eins marks mun, 13-12.

Norðmenn mættu vel stemmdir til leiks í seinni hálfleik og komust mest í sex marka forystu um miðjan seinni hálfleik í stöðunni 20-26. Norðmenn stóðust áhlaup Hvítrússa undir lok leiksins og fögnuðu vel og lengi tveggja marka sigri, 27-28.

Siarhei Rutenka var markahæstur hjá Hvítrússum með 8 mörk. Í jöfnu lið Norðmanna voru Christan O'Sullivan og Kristian Bjørnsen með 5 mörk hvor. Alls tíu leikmenn Noregs komust á blað í leiknum í kvöld.

Eftir sigurinn er Noregur með 4 stig í efsta sæti B-riðils. Það ræst svo á leik Íslands og Króatíu síðar í kvöld hvaða lið fylgja Noregi í milliriðilinn.

Leikur Íslands og Króatíu verður í beinni útsendingu á Rúv og hefst leikurinn kl. 19:20.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður