Norskir flugmenn sömdu við SAS

14.09.2017 - 09:43
Mynd með færslu
 Mynd: SVT
Kjarasamingar náðust í nótt milli flugmanna og SAS í Noregi eftir hálfs árs þref. Verkfall á sjötta hundrað flugmanna hjá fyrirtækinu hófst á miðnætti. SAS aflýsti í gær um það bil hundrað flugferðum í dag vegna verkfallsins.

Að sögn norskra fjölmiðla voru ferðirnar aftur settar á áætlun í dag. Þrátt fyrir það er mikið um seinkanir en vonast er til þess að tekist hafi að vinna upp tafirnar síðar í dag.

Haft er eftir talsmanni flugmanna að samningarnir sem náðust í nótt séu á sömu nótum og tilboð sem flugmenn lögðu fram um síðustu helgi. Ef samninganefnd SAS hefði fallist á það hefði verið hægt að koma í veg fyrir öngþveitið sem skapaðist í dag.