Norðmenn vilja ekki aðild að ESB

23.03.2010 - 13:18
Mynd með færslu
Andstaða við aðild að Evrópusambandinu hefur aukist í Noregi á undanförnum mánuðum samkvæmt nýrri könnun sem norska útvarpið birtir í dag.

Þar kemur fram að innan við þriðjungur Norðmanna er fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið, eða tæp 31%, en nærri 56% eru andvíg aðild. Í síðasta mánuði var munurinn mun minni, 38% með, en 49% á móti. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir að ástæðuna megi hugsanlega rekja til efnahagskreppunnar í Grikklandi.