Norðmaður heimsmeistari í 400m grindahlaupi

10.08.2017 - 07:15
epa06134686 Norway's Karsten Warholm (R) reacts after winning the men's 400m Hurdles final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 09 August 2017. Warholm won ahead of third placed Kerron Clement (L) of the USA.  EPA
Karsten Warholm fangar heimsmeistaratitlinum. Til vinstri má sjá ólympíumeistarann Kerron Clement sem varð þriðji.  Mynd: EPA
Karsten Warholm, 21 árs Norðmaður, varð í gærkvöld heimsmeistari í 400 metra grindahlaupi karla. Warholm hljóp á 48:35 og var vel fagnað af áhorfendum á London Stadium.

Í hlaupinu sigraði hann Bandaríkjamanninn og ólympíumeistarann Kerron Clement, sem lenti í 3. sæti á tímanum 48:52. Annar í hlaupinu varð Yasmani Copello frá Tyrklandi á 48:49.

„Ég trúi þessu ekki en ég hef haft mikið fyrir þessu. Þetta er besta tilfinning í heimi,“ er haft eftir Warholm á vef Norska rikisútvarpsins, NRK. Warholm er fyrrum tugþrautarmaður og er frá Ulsteinsvik í Noregi.

Dagný Hulda Erlendsdóttir