Norðlenskt söngfólk

09.02.2016 - 22:26
Á Norðurlandi eru starfandi fjölmargir ólíkir kórar. Við kynntum okkur Kammerkór Norðurlands sem er skipaður menntuðu tónlistarfólki af stóru svæði.

Kórinn einbeitti sér lengst af að flutningi Íslenskrar tónlistar og hefur tekið þátt í mörgum metnaðarfullum verkefnum. Á síðustu misserum hefur kórinn breytt aðeins um stefnu og tekið þátt í annars konar verkum. Má þar nefna messu eftir Frank Martin sem Kammerkórinn flutti ásamt Hljómeyki auk verkefna með rokkhljómsveitinni Dimmu og söngkonunni Grétu Salóme Stefánsdóttur.

Þórgunnur Oddsdóttir settist niður með tveimur meðlimum kórsins, þeim Pálma Óskarssyni og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur, og fræddist nánar um starfið.

Mynd með færslu
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Sögur af landi
Þessi þáttur er í hlaðvarpi