Norðanpaunk 2017

03.08.2017 - 18:29
Þátturinn verður tileinkaður hljómsveitunum sem leika á Norðanpaunki 2017. Farið verður yfir dagskránna og leikin tónlist með eins mörgum hljómsveitum og mögulega komast fyrir. Heyrn er sögu ríkari í þessu tilviki.

Langspil fer yfir dagskrá tónlistarhátíðarinnar Norðanpaunk 2017 sem haldin er á Laugarbakka, Húnaþingi Vestra í fjórða skiptið. Milli 40 og 50 hljómsveitir koma þar fram og leika frumsamið efni, og þótt yfirskrift hátíðarinnar sé pönkuð eru hljómsveitirnar af ýmsum toga. Sumar sveitanna spila synthapopp meðan aðrar leika svartmálm en pönkið má alltaf finna í anarkískum áherslum í skipulagi, og í því jafnræði sem ríkir á milli allra sem hátíðina sækja, bæði milli áhorfenda og flytjenda.

Lagalisti Langspils 176:

1. Oh Great Sun – Panos from Komodo
2. Opus Decay – Abominor
3. Dá – Brák
4. Monster Movie – Brött brekka
5. By the Harbour – Gjöll
6. Bum a smoke/Trash a car – Godchilla
7. Leyndardómar Frímúrarareglunnar – Kuldaboli
8. Got Me All Wrong – Rex Pistols
9. Defiler – Gloryride
10. Harðir Tímar Kalla á Hart Áfengi – xGaddavírx
11. Aggressive – Balagan
12. See you in the Shadow – Golden Core
13. Within the Weaves of Infinity - Sinmara
14. Bankanum þínum er sama um þig – Dys
15. Upphaf – Kælan mikla
16. Unexplained miseries III – Sólveig Matthildur
17. Feigð – Auðn
18. Slyðra – World Narcosis
19. Ljósfælni - Dulvitund
Hefurðu samið ótrúlega gott lag, sem þér finnst að eigi að spila í útvarpi? Sendu inn lag í þáttinn og hver veit...
Langspil er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum frá 19.20-21.00.
Umsjón: Heiða Eiríksdóttir

Mynd með færslu
Heiða Eiríksdóttir
dagskrárgerðarmaður
Langspil
Þessi þáttur er í hlaðvarpi