Níu dóu í loftárás á sýrlenskan skóla

11.01.2016 - 11:17
epa04964956 A handout frame grab taken from a video footage made available on the official website of the Russian Defence Ministry on 05 October 2015 shows bombs dropped by a Russian warplane during an airstrike against what Russia says was a large
 Mynd: EPA  -  RUSSIAN DEFENCE MINISTRY
Að minnsta kosti átta börn og kennarinn þeirra dóu þegar sprengjum var varpað á skóla í bænum Ajnara í Aleppohéraði í Sýrlandi í dag. Tuttugu til viðbótar, hið minnsta, særðust. Allt voru það börn og kennarar, að því er kemur fram í frétt frá Sýrlensku mannréttindavaktinni, útlagasamtökum Sýrlendinga í Bretlandi. Þar segir að það hafi verið rússneskar herflugvélar sem vörpuðu sprengjum á skólann.

Í frétt mannréttindavaktarinnar kemur fram að fjöldi loftárása hafi verið gerður á þetta svæði í gær og í dag. Þar hafa einnig verið harðir bardagar milli stjórnarhersins og uppreisnarhópa. Þá létust þrjú börn í flugskeytaárás uppreisnarmanna á hverfi í borginni Aleppo, sem stjórnarherinn ræður yfir.

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV