„Neville ætti að segja af sér“

04.02.2016 - 12:14
epa05137585 Valencia CF's British hea coach Gary Neville reacts during the Spanish Liga Primera Division soccer match against Sporting Gijon played at Mestalla stadium, in Valencia, eastern Spain, 31 January 2016.  EPA/Manuel Bruque
 Mynd: EPA  -  EFE
Santiago Canizares, fyrrverandi markmaður spænska knattspyrnuliðsins Valencia, segir að þjálfari liðsins, Englendingurinn Gary Neville, hafi átt að biðjast afsökunar og segja af sér eftir 7-0 tap fyrir Barcelona í gærkvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum spænsku konungsbikarkeppninnar, Copa del Rey.

Luis Suarez skoraði fjögur mörk og Lionel Messi gerði þrennu og var staðan 3-0 í hálfleik. Ekki batnaði staðan fyrir Valencia þegar liðið missti varnarmanninn Shkodran Mustafi af velli með rauða spjaldið í viðbótaríma fyrri hálfleiks. 

Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Valencia 10. febrúar og ætti að vera formsatriði fyrir Barcelona að komast í úrslitaleikinn. Sevilla og Celta Vigo mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni í kvöld og fer fyrri leikur liðanna fram á heimavelli Sevilla.

Versta upplifun Neville í fótbolta

Neville segir að þetta sé ein versta reynsla sem hann hefur upplifað í fótbolta en hann kveðst ekki ætla að hætta. Canizarez sagði á Twitter eftir leikinn: „Ég bjóst við afsögn og afsökun frá honum. Ég er kannski fáfróður en ég er hissa á að svo sé ekki. Ég hélt að hann væri heiðarlegur.“

 

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður