Netglæpir algengir á Íslandi

26.06.2014 - 06:44
Mynd með færslu
Kostnaður vegna netglæpa á Íslandi skiptir milljörðum á ári hverju. Þetta kemur fram í umræðuskjali innanríkisráðuneytisins sem er hluti að vinnu í stefnumótun um netöryggismál á Íslandi. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Í skjalinu segir að mörg innbrot tölvuþrjóta hafi náð athygli fjölmiðla, en þá yfirleitt vegna þess að gerandinn hafi auglýst verknaðinn. Ætla megi að ótilkynnt afbrot séu mun fleiri. Er þar væntanlega vísað til Vodafone-lekans, sem vakti mikla athygli síðastliðið haust.

Í samtali við Fréttablaðið segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn í því máli hafi ekki skilað árangri og að litlar líkur væru á því að hún bæri nokkurn árangur.