Netflix komið til Íslands

06.01.2016 - 18:27
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Reed Hasting, forstjóri Netflix, tilkynnti rétt í þessu að Netflix væri nú opið 130 löndum til viðbótar á heimsvísu. Um risastórt skref er að ræða fyrir Netflix sem þegar er ein stærsta afþreyingarveita heims.

Ef farið er inn á vefsíðuna netflix.is opnast síðan netflix.com/is. Boðið er upp á áskrift á rúmar 1.100 krónur á mánuði og fyrsta mánuð af áskrift frítt.

Á listanum yfir lönd þar sem Netflix er í boði er Ísland ekki nefnt en útlit er fyrir að hann hafi ekki verið uppfærður enn. 

Notendur Netflix hafa lengið beðið eftir að fá veituna hingað til lands. Fjölmargir hafa þó nýtt sér þjónustu hennar með því að breyta IP-tölu stillingum og kaupa þjónustuna í gegnum Bretland. 

Hlutabréf í Netflix ruku upp við tilkynninguna. 

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV