Naumur sigur Gróttu gegn Val

19.02.2016 - 21:32
Gróttukonur fagna sem deildarmeistarar í gærkvöld.
Bikarmeistarar Gróttu mæta Haukum í undanúrslitum bikarkeppninnar í ár.  Mynd: Grímur Sigurðsson  -  RÚV
Grótta vann nauman sigur gegn Val í Olís-deild kvenna, 21-23, í Valshöllinni í kvöld. Grótta var í góðri stöðu eftir fyrri hálfleik og leiddi með fimm mörkum, 8-13. Valskonur komu hins vegar kraftmiklar til leiks í seinni hálfleik og náðu forystunni í leiknum. Leikmenn Gróttu reyndust sterkari á lokamínútunum og unnu góðan sigur.

Kristín Guðmundsdóttir var markahæst í liði Vals með 8 mörk. Hjá Gróttu var Sunna María Einarsdóttir atkvæðamest með 7 mörk.

Grótta er eftir sigurinn með 35 stig og með þriggja stiga forystu á Hauka sem eiga þó leik til góða. Valur er í 4. sæti með 30 stig.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður