Naumt tap gegn Spánverjum

03.03.2016 - 22:20
Mynd með færslu
 Mynd: Íshokkísamband Íslands
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði fyrir Spáni, 3-2, í afar spennandi viðureign í B-riðli 2. deildar á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Jaca á Spáni. Spánverjar komust yfir í fyrsta leikhluta en Silvía Björgvinsdóttir jafnaði leikinn um miðjan annan leikhluta. Spánverjar komust aftur yfir en Sunna Björgvinsdóttir jafnaði á ný þegar sjö mínútur voru liðnar af lokaleikhluta leiksins.

Spánverjar skoruðu hins vegar sigurmarkið þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og eru þar með í efsta sæti B-riðils. Ísland kemur með sex stig og mætir Mexíkó á laugardag. Degi síðar mætir íslenska landsliði Ástralíu.

Efsta liðið í riðlinum kemst upp í A-riðil 2. deildar Heimsmeistaramótsins.

Leikurinn var í beinni útsendingu og má sjá leikinn hér að neðan.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður