Næstu Star Wars mynd frestað

20.01.2016 - 21:50
epa05071364 Star Wars characters Stormtroopers and Darth Vader (C) arrive to the European premiere of the film 'Star Wars: The Force Awakens' in Leicester square in London, Britain, 16 December 2015. The film is the seventh in the Star Wars
 Mynd: EPA
Útgáfu áttundur Star Wars myndarinnar hefur verið frestað um sjö mánuði. Disney tilkynnti í dag að í stað þess að myndin kæmi út þann 26. maí 2017 eins og áætlað var, verður frumsýning myndarinnar þann 15. desember 2017.

Tökur hefjast í London í næsta mánuði. Hluti myndarinnar verður tekinn upp hérlendis en tökuliðið er væntanlegt til Íslands í vor. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmiklar tökurnar verða né hvort von sé á leikurum hingað til lands. Atriði sem tekin voru upp hér á landi fyrir síðustu mynd, Star Wars: The Force Awakens, lentu á klippigólfinu.

Áttunda myndin hefur ekki hlotið nafn en þetta verður önnur myndin í endurreisn myndaflokksins, í framleiðslu Disney. Leikararnir Daisy Ridley, Adam Driver, Oscar Isaac og John Boyega snúa aftur í hlutverkum sínum úr sjöundu myndinni, en við bætist nýr þrjótur, sem er að sögn leikinn af Benicio del Toro.