N-Kórea skaut flugskeytum í sjóinn

03.03.2016 - 04:56
In this image made from video, the portrait of late North Korea's founder Kim Il Sung is held atop during parade marking the 70th anniversary of the country's ruling party in Pyongyang, Saturday, Oct. 10, 2015.  Goose-stepping North Korean
 Mynd: AP  -  KRT via AP Video
Nokkrum skammdrægum flugskeytum var skotið af austurströnd Norður-Kóreu í nótt að sögn suður-kóreska varnarmálaráðuneytisins. Flugskeytin lentu öll í sjónum. Suður-kóreski herinn fylgist grannt með frekari aðgerðum nágranna sinna. Hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu voru samþykktar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær.

Sex flugskeytum var skotið í sjóinn að sögn talsmanns ráðuneytisins. Þau drifu um 100 til 150 kílómetra. Norður-Kóreumenn sýna yfirleitt óánægju sína út á við með slíkum hætti, en viðbúið er að stjórnvöld séu ósátt með herta refsingu alþjóðasamfélagsins. Refsiaðgerðirnar eru þær mestu sem beitt hefur verið gegn Norður-Kóreu frá upphafi.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV