Myndskeið: Tvífætt lamb spjarar sig vel

17.02.2016 - 16:13
Erlent · Asía · Tyrkland · Mannlíf
Bóndi einn í Gaziantep héraði í Tyrklandi rak upp stór augu á dögunum þegar ein ærin á bænum fæddi tvífætt lamb. Þrátt fyrir fötlunina braggast það ágætlega og skondrast á framfótunum innan um hitt sauðféð, einna líkast kotrosknum kjúklingi! Lambið hefur fengið nafnið Melek eða Engill. Að sögn dýralæknis í héraðinu er fótaleysi lambsins sjaldgætur fæðingargalli. Hann áætlar að eitt lamb af milljón fæðist án afturfóta.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV