Myndskeið: Níu létust í lestaslysi

09.02.2016 - 11:42
Að minnsta kosti níu létust og yfir 100 slösuðust, þar af 50 alvarlega, þegar tvær járnbrautarlestir lentu í árekstri nærri bænum Bad Aibling í Bæjaralandi í suðausturhluta Þýskalands í morgun. Orsakir slyssins eru ekki kunnar.

Lestirnar voru á sama spori milli Münchenar og Rosenheim. Þær komu hvor úr sinni áttinni nærri heilsulindarbænum Bad Aibling, um 60 kílómetra suðaustan við München. Lestirnar lentu hvor framan á annarri. Önnur lestin fór út af sporinu og fjöldi vagna valt. 

Björgunarsveitarmenn og hjúkrunarlið hafa unnið klukkustundum saman við að ná slösuðu fólki út úr brakinu. Lestarstjórarnir og tveir lestarstarfsmenn eru meðal látinna. Að minnsta kosti 40 eru lífhættulega slasaðir. Tíu til viðbótar eru alvarlega meiddir.

Vetrarfrí er í skólum og því færri námsmenn í lestunum en á venjulegum morgni. Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, hefur sent aðstandendum þeirra sem lentu í slysinu samúðarkveðjur.

Hundruð björgunarsveitarmanna eru á slysstað og mikill fjöldi sjúkrabíla og  björgunarþyrlna hefur verið notaður til að koma fólkinu á spítala. Allar lestarferðir hafa verið felldar niður nærri slystaðnum.

Sérfræðingar segja mjög sjaldgæft að farþegalest lendi framan á annarri með þeim hætti sem varð í morgun. Líklegt þykir að orsakanna sé að leita í tæknilegri bilun.

 

 

epa05150975 A damaged train following a collision near Bad Aibling, Germany, 09 February 2016. At least four people are dead and another 150 injured after two commuter trains collided head on near the southern German town of Bad Aibling, police said.  EPA
Önnur lestin fór út af sporinu við áreksturinn.  Mynd: EPA  -  DPA
epa05151001 An aerial view of rescue forces working at the site of a train accident near Bad Aibling, Germany, 09 February 2016. At least eight people are dead and another 90 injured after two commuter trains collided head on near the southern German town
Fjöldi björgunarmanna er á slysstaðnum.  Mynd: EPA  -  DPA
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV