Myndskeið: Niðamyrkur á miðjum morgni

09.03.2016 - 03:56
epa05202065 A partial solar eclipse is seen in Jakarta, Indonesia, 09 March 2016. A total solar eclipse plunged parts of the Indonesian archipelago into eerie day-time darkness. Totality, when the whole sun disappears behind the moon from the standpoint
Deildarmyrkvi á sólu, séður frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu.  Mynd: EPA
epa05202062 A total solar eclipse is seen in Ternate, Maluku Islands, Indonesia, 09 March 2016. A total solar eclipse plunged parts of the Indonesian archipelago into eerie day-time darkness. Totality, when the whole sun disappears behind the moon from
Almyrkvinn stóð lengst á Makuku-eyjum, sem tilheyra Indónesíu. Þar lagðist algjört myrkur yfir allt í 3 mínútur.  Mynd: EPA
epa05202014 An Indonesian resident wearing eclipse glasses looks up at the sun during a solar eclipse outside the planetarium in Jakarta, Indonesia, 09 March 2016. A total solar eclipse plunged parts of the Indonesian archipelago into eerie day-time
Höfuðborgarbúi fylgist með dieldarmyrkvanum, ásamt fjölda manns sem kom saman utan við stjörnuskoðunarstöðina í Jakarta.  Mynd: EPA
epa05202055 Indonesian Muslims pray during a partial solar eclipse at Istiqal Mosque in Jakarta, Indonesia, 09 March 2016. A total solar eclipse plunged parts of the Indonesian archipelago into eerie day-time darkness. Totality, when the whole sun
Múslimar flykktust til bæna meðan á sólmyrkvanum stóð. Þessi mynd er tekin í Istiqal-moskunni í Jakarta, meðan á deildarmyrkva stóð.  Mynd: EPA
Milljónir manna á Indónesíu og fleiri eyríkjum á Kyrrahafi fylgdust með almyrkva á sólu í morgun, eða í nótt að íslenskum tíma. Enn fleiri urðu vitni að mismiklum deildarmyrkva. Tunglið hóf göngu sína í veg fyrir sólu skömmu eftir dögun þar eystra, kl. 6.19 að staðartíma, og almyrkvi varð fyrst 7.15. Myrkvinn náði hámarki um kl. 9 á hinum indónesísku Maluku-eyjum, þar sem algjört myrkur ríkti í 3 mínútur. Á flestum stöðum öðrum sem almyrkvinn náði til lá niðamyrkur yfir öllu í 2 mínútur.

Almyrkvinn sást á um 150 kílómetra breiðu belti sem teygði sig allt frá Indlandshafi, vestur af Malasíu, langleiðina austur að vesturströnd Bandaríkjanna. Þar sem myrkvinn teygði sig yfir dagalínuna byrjaði hann 9. mars en endaði þann 8. - ef miðað er við staðartíma á hverjum stað. 

Síðasti almyrkvi á sólu varð fyrir tæpu ári síðan, þann 20. mars 2015, á norðurhveli Jarðar. Sá myrkvi sást afar vel héðan frá Íslandi, eins og mörgum er sjálfsagt enn í fersku minni. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV