Myndir: Sjónræn veisla á öðrum degi Sónar

Poppland
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de

Myndir: Sjónræn veisla á öðrum degi Sónar

Poppland
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
20.02.2016 - 16:44.Atli Már Steinarsson.Poppland
Sónar Reykjavík fór upp um gír í gær þegar nokkur af stærstu nöfnum hátíðarinnar í ár stigu á stokk. Gangly, Vaginaboys og fleiri íslensk nöfn byrjuðu kvöldið sem endaði svo með látum þegar listamenn á borð við Squarepusher og Lone sýndu listir sínar í SonarClub og SonarHall, stærstu sviðum hátíðarinnar.

Sónar Reykjavík 2016 er að mörgu leyti hátíð fyrir lengra komna, eitthvað sem varð greinilegra í gær þegar Holly Herndon, Floating Points og Oneohtrix Point Never sýndu listir sínar. Á einum tímapunkti á OPN var líkt og maður hefði stigið inn í hryllingsmynd að eigin vali, svo kom í ljós hversu lengi þú entist.

Kiasmos var á sama tíma spilandi hinu megin við vegginn og var munurinn eins og svart og hvítt. Að labba inn í salinn hjá Kiasmos var líkt og tekið væri á móti manni með vingjarnlegu faðmlagi. Hlýlegir tónar á móti köldu viðmóti Oneohtrix var fínn kontrast og kristallaðist kostur hátíðarinnar í að það tók mann allt upp í 1 mín að skipta um stemmningu og skoða eitthvað nýtt. Það mætti segja að það hafi verið þema kvöldsins í gær.

Kontrast. SonarHall og Club hentu boltanum á milli sín með góðu tempói allt kvöldið. Holly Herndon talaði um hið frábæra land Ísland yfir harða takta og vofulegar sönglínur á meðan Floating Points dúndruðu í margra mínútu ferðalög með lasersýningu og vel forrituðu sjónarspili sem tók þátt í flutningnum. Enda mætti segja að sjónrænir tilburðir hátíðarinnar í ár séu að spila stóra rullu.

Bæði eru ljósin í Hörpu að ganga í gegnum alls kyns tilraunastarfssemi en einnig eru listamenn farnir að tileinka sér hið sjónræna og átta sig á að oft á tíðum getur það spilað jafn stóra rullu og tónlistin sjálf. Hápunktur kvöldsins var samt Lone. Hann bauð í eitt stykki Boeing 757 flugvél um himinhvolfin, blandandi saman gömlum smellum sínum við nýtt og fersk jungle sound sem hann er að vinna með. Tími til kominn að jungle gangi í endurnýjun lífdaga, Lone virðist ætla að leggja lóð sitt á vogarskálarnar í þeim efnum.

Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de
Mynd með færslu
 Mynd: © Florian Trykowski  -  www.floriantrykowski.de