Myndband: Síðustu leikir gegn Króatíu jafnir

19.01.2016 - 17:11
Síðustu viðureignir Króatíu og Íslands á stórmótum hafa verið jafnar og spennandi. Á árunum 2010 til 2012 mættust þjóðirnar á þremur stórmótum og RÚV rifjar upp hvernig leikirnir spiluðust. Ísland og Króatía mætast í stórleik á EM í Póllandi í kvöld og hefst bein útsending á RÚV klukkan 19:20.

Tölfræðin er ekki með Íslandi í liði en í þeim fimm leikjum sem þjóðirnar hafa mæst á stórmóti hafa Króatar unnið fjórum sinnum og einu sinni hefur orðið jafntefli.

Smelltu á myndbandið í glugganum hér að ofan til að rifja upp síðustu þrjá leiki gegn Króatíu.